Forritastjórnun
Þú getur farið á milli forrita með því að nota stýrihnappana, eftirlætisstikuna og gluggann
með nýlega notuðum forritum, þar sem er auðvelt að skipta á milli allra nýlega notaðra
forrita. Stýrihnapparnir eru Heim, Nýleg forrit og Til baka. Sum forrit lokast þegar þú ýtir á
hnappinn Heim til að hætta, en önnur fara í bið eða halda áfram að keyra í
bakgrunninum. Ef forritið er í bið eða keyrir í bakgrunninum getur þú haldið áfram þar
sem frá var horfið næst þegar þú opnar forritið.
1
Gluggi með nýlega notuðum forritum – Opnaðu nýlega notað forrit
2
Eftirlætisstika – Notaðu flýtileið til að komast í forrit eða græjur
3
Hnappurinn Nýleg forrit – Opnaðu gluggann með nýlega notuðum forritum og eftirlætisstikuna
4
Hnappurinn Heim – Lokaðu forriti og farðu aftur á heimaskjáinn
5
Hnappurinn Til baka – Farðu aftur á fyrri skjá í forrit eða lokaðu forritinu
Opna nýlega notaðan forritsglugga
•
Ýttu á .
Öllum nýlega notuðum forritum lokað
•
Pikkaðu á og síðan á
.
20
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Valmynd í forriti opnuð
•
Þegar þú ert að nota forritið skaltu ýta á .
Ekki er boðið upp á valmynd í öllum forritum.