Umsjón með myndefni
Upplýsingar um kvikmynd fengnar handvirkt
1
Gakktu úr skugga um að tækið hafi virka gagnatengingu.
2
Á Heimaskjár skaltu pikka á og finna og pikka á
Myndskeið.
3
Dragðu vinstri brún skjásins til hægri til að opna heimavalmynd Myndskeiða og
flettu í gegnum flokkana að myndskeiðsskránni sem þú vilt fá upplýsingar um.
4
Haltu inni myndskeiðssmámyndinni, pikkaðu síðan á
Leita að upplýsingum.
5
Í leitarreitinum slærðu lykilorð inn fyrir myndskeið, pikkar síðan á
staðfestingarlykilinn á lyklaborðinu. Allar niðurstöður birtast á listanum.
6
Veldu leitarniðurstöðu og pikkaðu síðan á
Lokið. Niðurhal upplýsinga byrjar.
Þú getur einnig fengið upplýsingar um nýlega myndskeið sem eru bætt við sjálfkrafa í hvert
skipti sem Myndskeiðaforritið er opnað ef þú virkjar takkann
Fá uppl. um myndsk. í Stillingum.
Ef upplýsingarnar sem voru sóttar eru ekki réttar skaltu leita aftur með öðrum lykilorðum.
Upplýsingar um myndskeið hreinsaðar
1
Á Heimaskjár skaltu pikka á og finna og pikka á
Myndskeið.
2
Dragðu vinstri brún skjásins til hægri til að opna heimavalmynd Myndskeiða og
flettu í gegnum flokkana að hreifmyndaskránni sem þú vilt breyta.
3
Haltu inni myndskeiðssmámyndinni, pikkaðu síðan á
Hreinsa upplýsingar.
Myndskeiði eytt
1
Pikkaðu á á heimaskjánum og finndu og pikkaðu á
Myndskeið.
2
Dragðu vinstri brún skjásins til hægri til að opna heimavalmynd Myndskeiða og
flettu í gegnum flokkana að hreifmyndaskránni sem þú vilt eyða.
3
Haltu inni myndskeiðssmámyndum, pikkaðu síðan á
Eyða úr listanum sem birtist.
4
Pikkaðu aftur á
Eyða til að staðfesta.